Kidnapped er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson. Sagan var skrifuð sérstaklega fyrir drengi og fyrst gefin út í tímaritinu Young Folks árið 1886. Meðal þeirra sem lýst hafa yfir aðdáun sinni á skáldsögunni má nefna rithöfundana Henry James, Jorge Luis Borges og Hilary Mantel. Skáldsagan Catriona (1893) er framhald sögunnar Kidnapped.
Sagan er byggð á raunverulegum atburðum, hinum svokölluðu Appin-morðum, sem áttu sér stað í Skotlandi á 18. öld eftir uppreisnina 1745. Margar raunverulegar persónur koma fyrir í sögunni, þar á meðal ein aðalpersónan, Alan Breck Stewart. Einnig koma fram ólík sjónarhorn á hið pólitíska landslag þess tíma, auk þess sem skosku hálöndin eru birt í jákvæðu ljósi.
-
- HÖFUNDUR:
- Robert Louis Stevenson
- ÚTGEFIÐ:
- 2018
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 244